Efni á samfélagsmiðlum.

Vefhönnunarverkefni: Back to Nature.
Hér má sjá myndir sem ég hef tekið, unnið og deilt á miðlum!
Leiddi herferðina „Nútrí gengið“ þegar ég var hjá Nútrí Health Bar sem styrkti ímynd fyrirtækisins, jók sýnileika og skapaði lifandi efni fyrir markhópinn sem tengdi við íþróttafólkið og veitingarstaðinn.
Andrea Kolbeins / herferð
-
Sköpun & kortlagning – skilgreindi markmið, valdi áhrifavalda og setti skýra stefnu
-
Framkvæmd – sá um samskipti, spurningar, útgáfu efnis og samningagerð
-
Árangur – náði framúrskarandi reach og engagement.
Back to nature
Verkefnið fólst í UX hönnun fyrir stafræna lausn sem styður við heilsubændaferðaþjónustu í Västra Sörmland. Markmiðið var að hanna vettvang sem tengir saman ferðamenn og smærri fyrirtæki á svæðinu, og hjálpar þeim með sýnileika, selja þjónustu og veita heildstæða upplifun með aðstoð gervigreindar. Lausnin var hluti af verkefni unnu í samstarfi við Katrineholm innan námsleiðarinnar Business Transformation & Innovation við Hyper Island.
Sony Music
Í þessu verkefni hönnuðum við nýjan Roblox-heim fyrir tónlistarmanninn Peder Elias, í samstarfi við Sony Music, sem hluta af Digital Experience Design náminu við Hyper Island. Markmiðið var að skapa skapandi og tengjandi stafræna upplifun fyrir aðdáendur, sérstaklega í Asíu, með áherslu á að styrkja tengsl við listamanninn.
Áskorunin:
Peder Elias nýtur mikilla vinsælda í Asíu, en sérstaklega í Suður-Kóreu. Áskoranirnar fólust í því að:
-
Ná að tengjast aðdáendum þvert á lönd og menningu
-
Bjóða eitthvað einstakt sem aðeins kemur frá Peder
-
Tryggja að upplifunin sé aðgengileg, óháð tungumálakunnáttu
Við þurftum að bjóða upp á lausn sem styður tengsl, samfélag og aðgengi fyrir fjölbreyttan aðdáendahóp.
Lausnin:
Við hönnuðum Roblox-heim sem byggði á heimi Peder:
-
Aðdáendur gátu kannað umhverfið hans, tekið þátt í leikjum og spjallað við hann í gegnum avatar
-
Þeir gátu safnað „merch“ og upplifað frásagnir byggðar á tónlistinni hans
Hönnunarferlið:
Við beittum notendamiðaðri nálgun, tókum viðtöl við aðdáendur, greindum gögn og mótuðum upplifun byggða á raunverulegum þörfum. Áhersla var lögð á leikræna þátttöku, persónulega tengingu og sjónræna frásögn sem virkar þvert á tungumál.
Sony Music ákvað að fjárfesta í hugmyndinni og mun gefa leikinn út árið 2026.!!






























